Erlent

Sprengdi Norður-Kórea bara dínamít ?

Engin merki fundust um geislavirkni í loftsýnum sem Bandaríkjamenn tóku eftir að Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju sína í síðustu viku. Sama er að segja um sýni sem Alþjóða kjarnorkustofnunin tók.

Ónafngreindur bandarískur embættismaður segir að á þessu geti verið þrjár skýringar. Númer eitt að námugöngin hafi verið svo kyrfilega lokuð að ekkert geislavirk ryk barst út, númer tvö að sprengjan hafi verið svo lítil að engin geislun hafi borist frá henni og númer þrjú að Kóreumenn hafi einfaldlega notað venjulegt sprengiefni.

Embættismaðurinn sagði að á þessari stundu hefðu þeir einfaldlega engar sannanir fyrir því að Norður-Kórea hafi sprengt kjarnorkusprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×