Erlent

Bandaríkjamenn útiloka hernað gegn Norður-Kóreu

Sameinuðu þjóðirnar hafa þokast nær því að ná samkomulagi um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, eftir að Bandaríkjamenn lögðu til að í ályktuninni verði hernaðaraðgerðir gegn landinu útilokaðar.

Kínverjar hafa löngum verið einu vinir Norður-Kóreu, en þá brast þolinmæðin þegar norðanmenn sprengdu kjarnorkusprengju sína. Þeir eru því til í að refsa landinu, en alls ekki að það verði gert með vopnavaldi.

John Bolton, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að ekki hefði náðst endanlegt samkomulag ennþá, en tekið hefðist að ná sáttum um mörg mikilvæg atriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×