Erlent

Danskir múslimaklerkar vilja frið

Danskir múslimaklerkar ætla annaðhvort að leiða hjá sér nýjustu teikningarnar af Múhameð spámanni, eða þá að hvetja söfnuði sína til þess að sýna stillingu, þegar þeir predika yfir þeim í dag.

Talsmaður danskra múslima segir að ríkisstjórnin hafi fordæmt hinar nýju teikningar, og það nægi þeim, þeir vilji ekki annað eins upphlaup og varð þegar fyrstu teikningarnar birtust.

Talsmaðurinn sagði að 25-30 klerkar myndu biðja með söfnuðum sínum, í dag, og þeir myndu biðja fyrir friði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×