Hershöfðinginn stendur við yfirlýsingar sínar 13. október 2006 11:28 Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Nýr yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, segist standa við yfirlýsingar sínar um að réttast væri að Bretar kölluðu fljótlega hermenn sína heim frá Írak. Yfirlýsing hans er á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og hefur Dannatt verið kallaður á fund varnarmálaráðherra Breta. Í blaðaviðtali sem birtist í Daily Mail í dag segir Dannatt veru breskra hermanna í Írak þar auka á óstöðugleika í landinu. Dannatt bætir því við að sér virðist sem áætlanagerð eftir vel heppnaða innrás í Írak árið 2003 hafi frekar byggt á óskhyggju en nokkru öðru. Múslimar í Írak hafi ekki boðið fjölþjóðlegu herliði inn í landið eða fagnað því. Þessi yfirlýsing Dannatt er algjörlega á skjön við stefnu breskra stjórnvalda og vekur töluverða undrun. Breskir stjórnmálaskýrendur segja hana grafa undan Tony Blair, forsætisráðherra, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu og hefur Dannatt verið kallaður á teppið hjá varnarmálaráðherra Bretlands í dag, vegna málsins. Sjálfur segir Dannatt yfirlýsingar sínar ekki ganga gegn stefnu forsætisráðherrans. Dannett segir að hann standi við orð sín. Bretar standi áfram við hlið Bandaríkjamanna en hefja eigi flutning á herafla Breta burt frá Írak á næsta ári. Íbúar í Basra sögðu í morgun að þeir styddu margir hverjir ummæli Danntte. En borgin er í suðurhluta Íraks og hafa átök í borginni verið mikil frá innrásinni í Írak. Misvísandi yfirlýsingar yfirmanna hjá Bandaríkjaher síðustu daga vekja líka athygli. Peter Pace, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska heraflans, viðurkenndi þannig í gær, að Bandaríkjamenn væru að endurskoða hernaðaráætlun sína í Írak, þar á meðal þann hornstein hennar, að Bandaríkjaher gæti ekki yfirgefið Írak fyrr en Íraksher væri fær um að taka við. Daginn áður hafði æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjanna sagt að heraflinn í Írak yrði óbreyttur fram til 2010. Lykilmenn í flokki Repúblikana hafa gagnrýnt Íraksstefnu Bush Bandaríkjaforseta að undanförnu. Bush átti fund með George Casey, yfirmanni Bandaríkjahers í Írak í Hvíta húsinu í gær.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira