Erlent

Fimm látnir eftir sjálfsmorðsárás í Kandahar

Bandarískir hermenn á vettvangi tilræðisins í Kandahar í morgun.
Bandarískir hermenn á vettvangi tilræðisins í Kandahar í morgun. MYND/AP

Að minnsta kost fimm óbreyttir borgarar létust í sjálfsmorðssprengjuárás á bílalest á vegum Atlantshafsbandalagsins í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í morgun. Tveir hermenn á vegum NATO særðust í sprengingunni en ekki hefur verið gefið upp hverrrar þjóðar þeir eru.

Svo virðist sem óöldinni í Afganistan sé ekkert að linna en uppreisnarmenn þar í landi hafa á síðustu misserum tekið upp sjálfsmorðsárásir sem baráttuaðferðir líkt og í Írak. Telja afgönsk stjórnvöld að um 700 manns hafi látist eða særst í sjálfsmorðsárásum á síðastliðnu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×