Erlent

Bannað að gleðja hermenn á vakt

Ráðamenn í Tælandi, sem rændu þar völdum í síðasta mánuði, hafa bannað þarlendum dansmeyjum að dansa nærri hermönnum og skriðdrekum þeirra á götum Bangkok. Aðfarir þeirra dragi athylgi mannanna frá því að gæta þess að allt fari fram með frið og spekt á götum borgarinnar.

Herforingi í her landsins segir ekki við hæfi að skemmta hermönnum þegar þeir séu á vakt.

Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sú að fyrr í vikunni dönsuðu léttklæddar konur nærri hermönnunum en þær voru þá að leika í tónlistarmyndbandi.

Einnig var talin ástæða að árétta við fólk í Tælandi að stilla sér ekki upp við hermennina fyrir myndatökur eða færa þeim blóm og gjafir. Herforingjar segja vissulega ánægjulegt að stjórn Shinawatra, forsætisráðherra, hafi verið steypt en ekki sé rétt að hegða sér með þessu hætti nærri hermönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×