Erlent

Blaðberar grunaðir um innbrot

Lögreglan í Gladsaxe, í Danmörku, segir að innbrotum hafi fjölgað verulega eftir að byrjað var að dreifa nýju fríblöðunum á nóttunni, eða eldsnemma á morgnana. Í Danmörku er það algengt að blaðberar fái lykla að anddyrum fjölbýlishúsa.

Lögreglan er því byrjuð að rannsaka hvort eitthvað af blaðburðarfólkinu drýgi tekjurnar með innbrotum. Forstjóri dreifingarfyrirtækisins sem sér um að bera út Nyhedsavisen, sem Dagsbrún gefur út, segir að þeim sé kunnugt um grunsemdir lögreglunnar, en þeim hafi ekki borist neinar kvartanir vegna síns fólks.

Hann segir að þegar þeir ráði fólk til starfa verði það að skila inn sakavottorði, og ef þar sé að finna refsingar fyrir innbrot, frái það ekki vinnu. Hinsvegar geri þeir ekki athugasemdir ef menn hafi einhver gömul ofbeldisbrot á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×