Erlent

Flugvél flaug á byggingu í New York

MYND/AP

Lítilli einkaflugvél var flogið inn í 50 hæða háhýsi á Manhattan eyju í New York undir kvöld að íslenskum tíma.

Skráður eigandi að flugvélinni er Cory Lidle, hafnaboltaleikari hjá New York Yankees. Talið er að hann hafi flogið vélinni og hafi látið lífið, ásamt flugkennara sem var með honum í vélinni. Lidle hafði tiltölulega nýlega fengið flugmannspróf.

Byggingin, Belaire Condominiums, hýsir lúxusíbúðir og fyrirtæki og stendur við 72. stræti og York tröð nálægt Austurá. Í fyrstu var óttast að um hryðjuverk væri að ræða.

Viðbúnaðarstig var ekki aukið í New York, nema hvað flug var ekki leyft innan einnar mílu radíuss frá slysinu. Umferð um flugvelli borgarinnar gekk eðlilega fyrir sig. Í fyrstu greip um sig töluverður ótti og NORAD (North American Aerospace Defense Command) loftvarnamiðstöð Bandaríkjanna sendi orustuflugvélar á loft til að vakta helstu borgir Bandaríkjanna. Um 150 slökkvilíðsmenn fóru á staðinn. Brak féll niður á götuna bæði vélinni og byggingunni og reykur hefur lagði frá byggingunni lengi vel.

Myndskeið frá Sky News

Frétt CNN af slysinu og myndskeið

AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×