Erlent

Spilaði tölvuleik með hugarorku

Fjórtán ára flogaveikur drengur, í Bandaríkjunum, hefur fyrstur manna spilað tölvuleik með hugarorkunni einni saman.

Það var hópur heilasérfræðinga, við Washington háskólann í St. Louis,  sem gerði tilraunina. Þeir tengdu rafskaut við heila drengsins og létu hann svo reyna sig við leikinn Space Invaders, sem var vinsæll á áttunda áratug síðustu aldar.

Drengurinn gat stýrt geimfarinu með ótrúlega mikilli nákvæmni. Ekki er,  í fréttum um þetta,  getið um það hvort flogaveikin hafi haft þarna einhver áhrif, en drengurinn stóð sig mun betur en nokkrir fullorðnir sem gengust undir samskonar tilraun fyrir tveim árum. Viðbrögð þeirra voru alltof hæg til þess að þeir réðu við leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×