Innlent

Fagna lækkun virðisaukaskatts en vilja afnema tolla og vörugjöld

MYND/Pjetur

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka virðisaukaskatt á matvæli, veitingaþjónustu og hótelgistingu sem og lækkun tolla á innflutt matvæli og afnámi vörugjalda að mestu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir enn fremur að með þessum aðgerðum standi ríkisstjórnin við gefin loforð í stefnuyfirlýsingu sinni frá 2003. Ákvörðunin sé stór liður í að auka kaupmátt og bæta kjör einstaklinga. Heimdallur telur þó að ganga eigi lengra og hvetur ríkisstjórnina til þess að stíga skrefið til fulls og afnema tolla og vörugjöld að fullu. Skattar og gjöld ríksins eigi ekki að vera notaðir til neyslustýringar af neinu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×