Erlent

Palestínumenn vígbúast - hverjir gegn öðrum

Bæði Hamas samtökin og Fata hreyfingin eru að vopnast og fjölga í hersveitum sínum, eftir hörð innbyrðis átök Palestínumanna undanfarin misseri.

Liðsmenn í öryggissveitum Fatah voru um 2500 í sumar en eru nú orðnir um 4000. Stefnt er að því að fjölga þeim upp í sexþúsund.

Hamas hafði um 3000 menn undir vopnum í maí, en þeir eru nú orðnir um 5.600. Leiðtogar beggja hreyfinganna segja að borgarastríð sé það sem þeir kalla rauða línan, sem þeir muni ekki stíga yfir. Átökin undanfarið valda þó óróa og ótta um að svo fari.

Mahmúd Abbas, forseti, hefur hótað að leysa upp ríkisstjórn Hamas, og ef hann lætur af því verða má búast við blóðsúthellingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×