Erlent

Kalvitis lýsir yfir sigri

Kjörsókn var góð í Lettlandi í gær.
Kjörsókn var góð í Lettlandi í gær. MYND/AP

Ríkisstjórnin í Lettlandi hélt velli í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær, þeim fyrstu frá því ríkið gekk í Evrópusambandið fyrir rúmum tveimur árum. Þótt endaleg úrslit liggi ekki fyrir fyrr en síðar í dag lýsti forsætisráðherra landsins, Aigars Kalvitis, yfir sigri í gærkvöld þegar ljóst var að stærstu flokkar stjórnarsamsteypunnar hefðu fengið rúm 43 prósent atkvæða og gætu því að minnsta kosti haldið minnihlutasamstarfi sínu áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×