Erlent

Politkovskaya ráðin af dögum

Rússneska blaðakonan Anna Politkovskaya var skotin til bana fyrir utan heimili sitt fyrr í dag. Politkovskaya var umdeild í heimalandi sínu fyrir gagnrýna umfjöllun um stríðið í Tsjetsjeníu, sérstaklega eftir að hún fletti ofan af mannréttindabrotum rússneskra hermanna í héraðinu.

Politkovskaya starfaði fyrir dagblaðið Novaya Gazeta sem er þekkt fyrir andstöðu sína gegn ráðsherrunum í Kreml. Hún var á meðal þeirra sem reyndu að semja við uppreisnarmennina sem hertóku leikhús í Moskvu haustið 2002. Hún gat hins vegar ekki skrifað um fjöldamorðin í Beslan því hún fékk eitrun á leiðinni þangað eftir að hafa drukkið te sem ólyfjan er talin hafa verið sett út í.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×