Erlent

Mannfall á Srí Lanka

Á sjötta tug Tamíl-tígra hafa fallið í bardögum við stjórnarherinn á norðan- og austanverðri Srí Lanka undanfarinn sólarhring. Átök hafa harðnað á eyjunni síðastliðna daga en hvorug fylkingin kveðst bera ábyrgð á ástandinu. Leiðtogar tígranna sendu í morgun bréf til Jon Hanssen-Bauer, yfirmanns friðargæslunnar á svæðinu. Leynd hvílir yfir innihaldi þess en óttast er að þar hóti tígrarnir að segja sig frá vopnahléinu sem á að vera í gildi á eynni hætti stjórnarherinn ekki árásum sínum. Friðarviðræður stríðandi fylkinga eru fyrirhugaðar í Sviss í lok þessa mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×