Erlent

Rán í beinni útsendingu

Löngum hefur verið sagt að armur laganna sé langur. Nýlegir atburðir í Bretlandi færðu sönnur á að almenningur getur framlengt hann enn frekar. Tveir innbrotsþjófar, sem brutust inn í hús í Lancaster á dögunum, vissu ekki betur en þeir væru að athafna sig óséðir í skjóli myrkurs. Svo var þó ekki því húsráðandi horfði á þá láta greipar sópa úr töluverðri fjarlægð í gegnum öryggismyndavél sem hann hafði tengt við farsíma sinn.

Þegar þjófarnir höfðu brotið sér leið inn í húsið hringdi vélin í síma mannsins þar sem hann var í fríi. Gat hann þá horft á bófana láta greipar sópa, í gegnum fartölvu sína, um leið og hann hringdi á lögreglu sem þaut þegar á staðinn og hafði hendur í hári mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×