Erlent

Hættuleg sauna-böð

Yfirlæknir smitsjúkdómavarna í Osló hefur krafist þess að saunaböð í höfuðborginni verði betur upplýst.

Ástæðan er sú að heilbrigðisyfirvöld telja að rekja megi mikla útbreiðslu kynsjúkdóma til þessara baðstaða. Sérstaklega hefur alnæmistilfellum meðal samkynhneigðra fjölgað óhugnanlega mikið.

Í Osló eru margir sauna-baðstaðir sem gera sérstaklega út á samkynhneigða og þar eru klefar sem eru nánast ekkert upplýstir. Þar virðist fólk stunda kynlíf án nokkurra varna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×