Erlent

Vill leysa upp ríkisstjórn Hamas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna Mynd/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segir að samningaviðræður við Hamas hreyfinguna, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur. Hann íhugar nú að beita forsetavaldi sínu til þess að leysa upp ríkisstjórn Hamas.

Abbas sagði að þjóðin hafi gengið í gegnum miklar þjáningar undanfarin misseri vegna innbyrðis missættis, og það gangi ekki lengur. Helsti ásteytingarsteinn í samningaviðræðunum hefur verið að Hamas hefur hvorki viljað afneita ofbeldi né viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Við slíkar aðstæður er vonlaust að mynda þjóðstjórn, því hún fengi ekki alþjóðlega viðurkenningu. Abbas hefur vissulega lagalegt vald til þess að leysa upp ríkisstjórn Hamas. Hinsvegar má búast við borgarastyrjöld ef hann lætur af því verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×