Erlent

Þjóðarleiðtogi með tvo tvífara

Kim Jong-il, hinn sérvitri leiðtogi Norður-Kóreu,  hefur leigt sér tvo tvífara, sem koma fram fyrir hans hönd, við ýmis tækifæri. Leyniþjólnusta Suður-Kóreu segir að mennirnir séu svo sláandi líkir leiðtoganum að varla sé hægt að þekkja þá í sundur.

Leyniþjónustan segir að mennirnir tveir hafi gengist undir aðgerðir hjá lýtalæknum, sem breyttu þeim eftir þörfum. Kim Jong-il er sagður sjálfur mæta við meiriháttar opinberar athafnir, en tvífararnir séu sendir í minni erindagjörðir eins og til dæmis að heimsækja dráttarvélaverksmiðjur. Þá munu þeir einnig eiga að vera skotmörk, ef óttast er um öryggi Kims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×