Erlent

Kínverjar blinda bandaríska gervihnetti

Kínverjar hafa notað gríðaröfluga leysigeislabyssu til þess að blinda ameríska njósnagervihnetti sem fljúga yfir Kína.

Tímaritið Defense News segir að Bandarísk hernaðaryfirvöld hafi svo miklar áhyggjur af þessu að þau séu farnir að prófa leysigeislabyssur á sína eigin gervihnetti, til þess að finna út hvernig hægt sé að verjast þessu.

Þessar tilraunir Kínverja hafa verið mikið leyndarmál, þar sem Bandaríkjastjórn vill ekki styggja Kína, sem talið er gegna lykilhlutverki í að fá Norður-Kóreu ofan af kjarnorkuáformum sínum.

Defense News segir að Kínverjar séu ekki að reyna að eyðileggja gervihnettina, heldur aðeins blinda þá meðan þeir fara yfir kínverskt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×