Erlent

Sakar Pakistana um að standa á bak við árásir

MYND/AFP

Lögregla í Mumbai á Indlandi segir að pakistanska leyniþjónustan hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásir á lestarkerfið í Mumbai þann ellefta júlí síðastliðinni.

Lögregla segir enn fremur að herskár hópur múslima, Lahskar-e-Toba, hafi skipulagt árásirnar en í þeim sprungu sjö sprengjur samtímis í lestum í Mumbai með þeim afleiðingum að hátt í 200 manns létust. Haft er eftir lögreglustjóranum í Mumbai að fimmtán manns hafi verið handteknir í tengslum við árásirnar og að sumir árásarmannanna hafi hlotið þjálfun í Pakistan. Upplýsingaráðherra Pakistans hafnar hins vegar ásökununum og fer fram á að Indverjar leggi fram sannanir máli sínu til stuðnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×