Erlent

Vill að Bush viðurkenni ósigur sinn

Ayman al-Zawahri ásamt bin Landen.
Ayman al-Zawahri ásamt bin Landen. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra stríðið við Al-Kaída, þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður Al-Kaída samtakanna, í myndbandsupptöku sem birt var í dag.

Á upptökunni segir al-Zawahri að í þessu þriggja og hálfs árs stríði hefðu samtökin styrkst og eflt hugsjón sína. Hann skoraði jafnframt á Bush að vera hreinskilinn við Bandaríkjamenn og játa ósigur sinn í Írak og í Afganistan.

Al-Zawahri sakaði Benedikt sextánda páfa um að vera sýndarmenni vegna ummæla sinna um Múhameð spámann.

Hann hvatti einnig múslima í Darfurhéraðinu í Súdan að segja stríð á hendur friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×