Erlent

Reykingabann í Frakklandi frá áramótum

MYND/Teitur

Reykingar verða bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Þessu lýsti heilbrigðisráðherra landsins, Xavier Bertrand, yfir í blaðaviðtali í dag. Þar sagði hann ekki lengur spurningu hvort heldur hvenær og hvernig banni verði komið á og 1. janúar væri sú dagsetning sem hann miðaði við.

Ríkisstjórn Frakklands á eftir að taka formlega ákvörðun í málinu en búist er við að hún geri það í október eftir að þingið hefur fjallað um málið. Reiknað er með að barir, skemmtistaðir veitingahús fái lengri tíma til aðlögunar að hinum nýju lögum og að jafnvel verði komið upp sérstökum reykrýmum á þessum stöðum. Frakkar fylgja með þessu í fótspor fjölmargra Evrópuþjóða, þar á meðal Íslendinga, en sams konar bann tekur gildi hér á landi um mitt næsta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×