Enski boltinn

Hnémeiðslin munu ekki ógna ferli Owen

Michael Owen
Michael Owen NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski sérfræðingurinn Richard Steadman hefur lofað enska landsliðsframherjanum Michael Owen að hnémeiðsli hans muni ekki ógna ferli hans sem knattspyrnumanns. Owen fór í aðgerð hjá Bandaríkjamanninum á dögunum og er sagður á ágætum batavegi.



"Þegar ég rankaði við mér eftir skurðaðgerðina, sagði læknirinn mér að ef eitthvað yrði til þess að ég hætti að spila fótbolta - yrði það sannarlega ekki hnéð á mér," sagði hinn 26 ára gamli Owen í samtali við The Times.

"Þessi orð hug eru sérstaklega hughreystandi þegar þau koma frá jafn virtum manni og Steadman og það var vissulega gott að heyra þetta um leið og ég vaknaði eftir aðgerðina. Svo var líka gaman að sjá tugi áritaðra íþróttabúninga og þakkarbréfa frá þakklátum íþróttamönnum hangandi á veggnum á skrifstofunni hjá honum," sagði Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×