Innlent

Sektað fyrir að henda rusli

MYND/Heiða

Nokkuð ber á því að fólk hendi rusli á götur borgarinnar eða annars staðar á almannafæri. Það er að sjálfsögðu með öllu óheimilt enda telst það brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aekt í slíkum tilfellum ákvarðist eftir eðli og umfangi brots en hún er þó aldrei lægri en 10 þúsund krónur.

Lögreglan í Reykjavík tekur fast á slíkum brotum enda á sóðaskapur ekki að líðast. Borgarar, sem verða vitni að slíkri háttsemi, eru jafnframt hvattir til að tilkynna það til lögreglunnar. Sóðaskapurinn getur komið fram í ýmsum myndum. T.d. ber nokkuð á því að ökumenn eða farþegar bifreiða henda frá sér sígarettustubbum. Það er klárlega brot á lögreglusamþykktinni en í sumar hafa nokkrir verði teknir fyrir þær sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×