Erlent

Fá frest til laugardags til að leggja fram sannanir

Danska leyniþjónustan hefur frest til klukkan þrjú á laugardaginn til að leggja fram sannanir gegn sjömenningunum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær.

Alls voru níu manns handteknir í Vollsmosehverfinu í Óðinsvéum í gær. Að minnsta kosti tveimur var svo sleppt, en sjö liggja ennþá undir grun. Yfirvöld neita því að það sé merki um lélega stöðu ákæruvaldsins að aðeins tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Dómsmálaráðherra Dana, Lene Espersen, lýsti atburðum gærdagsins sem einum þeim alvarlegustu í sögu landsins og þakkaði leyniþjónustunni fyrir vel unnin störf. Ekki voru þó allir jafn hrifnir af leyniþjónustunni.

Enginn hinna handteknu hefur komið við sögu lögreglunnar áður og að því leyti minnir þetta á málin sem komu upp í Leicester og Birmingham í Bretlandi, þar sem hópur ungra manna sem aldrei hafði verið til nokkurra vandræða var í óða önn að skipuleggja hryðjuverk í landinu.

Ekki hefur enn komið fram hvert skotmarkið eða -mörkin áttu að vera



Fleiri fréttir

Sjá meira


×