Innlent

Boða aðgerðir vegna skerðingar á þjónustu Strætós

MYND/Hari

Íbúar í Árbæ og nálægum hverfum hafa stofna undibúningshóp til að efna til aðgerða vegna niðurskurðar á þjónustu StrætóS í Árbæjarhverfi, Selási, Ártúnsholti og Norðlingaholti.

Í tilkynningu frá hópnum kemur fram að ferðum á álagstíma í hverfunum hafi verið fækkað úr níu í þrjár á klukkustund og að lögð hafi verið af eina hraðleið hverfanna, S5. Á svæðinu búi 15 þúsund manns sem missi beina tengingu við framhaldsskóla og háskóla í borginni ásamt fjölmörgum stórum vinnustöðum. Íbúarnir segja ófremdarástand hafa verið á háannatíma í þjónustu yfirfullra vagna og því geri þeir þá kröfu að hraðleið S5 verði komið á aftur.Til að fylgja þessum kröfum eftir verður efnt til opinna funda og undirskriftum safnað. Eru allir Árbæingar hvattir til að leggja hópnum lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×