Innlent

Gripið til aðgerða í kjölfar fjölda banaslysa

MYND/E.Ól

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst grípa til ýmissa aðgerða á næstunni til þess að reyna að auka umferðaröryggi í landinu.

Í tilkynningu frá samgönguráðuneytingu kemur fram að áhersla verði lögð á að hraðað uppsetningu hraðamyndavéla við þjóðvegi, auka umferðareftirlit lögreglu, herða viðurlög við umferðarlagabrotum og að huga sérstaklega að umferðaröryggi á fjölförnum leiðum, svo sem á stofnbrautum út frá Reykjavík. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að 19 manns hafa látist í umferðarslysum á árinu, en það eru jafnmargir og allt síðasta ár. Aðgerðirmar eru undirbúnar í samráði við Umferðarstofu, Ríkislögreglustjóra og Vegagerðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×