Lög brotin svo hægt sé að standa við barnasáttmálann 1. september 2006 18:45 Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Átta börn á grunnskólaaldri frá Austur-Evrópu fá hins vegar ekki inni í grunnskólanum á Ísafirði vegna þess að þau eru án kennitölu og dvalarleyfis. Frá fyrsta maí síðastliðnum má fólk frá nýju ríkjum Evrópusambandsins koma hingað og leita sér að vinnu í allt að sex mánuði, án þess að hafa hér sérstakt leyfi. Á meðan er fólkið hvorki með lögheimili hér, né íslenska kennitölu, nema það hafi sérstaka evrópska tryggingu. Á Ísafirði, þar sem töluvert er af fólki frá Austur-Evrópuríkjum, eru nú í upphafi skólaárs, átta börn utan kerfis og fá ekki skólavist, jafnvel þó að sótt hafi verið um hana. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á um skýlausan rétt barna til að ganga í grunnskóla þar sem þau eiga lögheimili og lögspekingar sem fréttastofan hefur rætt við telja ljóst að rétturinn nái líka til barna sem ekki hafi lögheimili í því landi sem þau dveljast í. Börnin átta á Ísafirði hafa enn hvorki fengið kennitölu né dvalarleyfi og á meðan fá þau ekki skólavist samkvæmt íslenskum lögum, sem flest bendir til að séu brot á barnasáttmálanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skólayfirvöld í Reykjavík þó ákveðið að brjóta íslensk lög og tekið við börnum sem ekki hafa kennitölu, að því gefnu að þau hafi læknisvottorð, sem er algjört skilyrði. Yfirleitt kemur kennitalan fljótlega og því aðeins farið framhjá lögunum í nokkrar vikur. Flest barna sem svona er ástatt fyrir hafa farið í Austurbæjarskóla og sem stendur standa engin grunnskólabörn af erlendum uppruna utan kerfisins í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Skólayfirvöld í Reykjavík brjóta íslensk lög til að uppfylla barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Lögin eru brotin svo hægt sé að veita börnum fólks sem komið hefur til landsins í atvinnuleit skólavist. Átta börn á grunnskólaaldri frá Austur-Evrópu fá hins vegar ekki inni í grunnskólanum á Ísafirði vegna þess að þau eru án kennitölu og dvalarleyfis. Frá fyrsta maí síðastliðnum má fólk frá nýju ríkjum Evrópusambandsins koma hingað og leita sér að vinnu í allt að sex mánuði, án þess að hafa hér sérstakt leyfi. Á meðan er fólkið hvorki með lögheimili hér, né íslenska kennitölu, nema það hafi sérstaka evrópska tryggingu. Á Ísafirði, þar sem töluvert er af fólki frá Austur-Evrópuríkjum, eru nú í upphafi skólaárs, átta börn utan kerfis og fá ekki skólavist, jafnvel þó að sótt hafi verið um hana. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna kveður á um skýlausan rétt barna til að ganga í grunnskóla þar sem þau eiga lögheimili og lögspekingar sem fréttastofan hefur rætt við telja ljóst að rétturinn nái líka til barna sem ekki hafi lögheimili í því landi sem þau dveljast í. Börnin átta á Ísafirði hafa enn hvorki fengið kennitölu né dvalarleyfi og á meðan fá þau ekki skólavist samkvæmt íslenskum lögum, sem flest bendir til að séu brot á barnasáttmálanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa skólayfirvöld í Reykjavík þó ákveðið að brjóta íslensk lög og tekið við börnum sem ekki hafa kennitölu, að því gefnu að þau hafi læknisvottorð, sem er algjört skilyrði. Yfirleitt kemur kennitalan fljótlega og því aðeins farið framhjá lögunum í nokkrar vikur. Flest barna sem svona er ástatt fyrir hafa farið í Austurbæjarskóla og sem stendur standa engin grunnskólabörn af erlendum uppruna utan kerfisins í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira