Körfubolti

Don Nelson tekinn aftur við liði Golden State

Don Nelson var nokkuð heilsutæpur síðustu misserin sem hann stýrði Dallas, en hann er nú staðráðinn í að gera sitt í að bæta gengi hins lánlausa liðs Golden State Warriors, sem á mjög dygga stuðningsmenn þrátt fyrir hörmulegt gengi síðustu ár
Don Nelson var nokkuð heilsutæpur síðustu misserin sem hann stýrði Dallas, en hann er nú staðráðinn í að gera sitt í að bæta gengi hins lánlausa liðs Golden State Warriors, sem á mjög dygga stuðningsmenn þrátt fyrir hörmulegt gengi síðustu ár NordicPhotos/GettyImages

Gamla brýnið Don Nelson er kominn aftur á hliðarlínuna í NBA deildinni eftir stutta fjarveru, en í kvöld verður hann kynntur sem næsti þjálfari Golden State Warriors. Félagið hefur rift samningi við Mike Montgomery og verður undir leiðsögn Nelson á næstu leiktíð. Liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 1994, en þá var Nelson einmitt þjálfari liðsins.

Montgomery þjálfaði áður lið Stanford háskólans, en hefur ekki fundið sig í NBA deildinni þau tvö ár sem hann hefur þjálfað Golden State. Liðið hefur verið í tómu basli síðan Don Nelson þjálfaði það á sínum tíma, en óhefðbundinn stíll hans þótti frábær fyrir áhorfendur þar sem öll áhersla var lögð á sóknarleikinn.

Don Nelson er 66 ára gamall og hefur þrisvar sinnum verið kjörinn þjálfari ársins í NBA. Hann hefur áður stýrt liðum Milwaukee, New York og nú síðast Dallas. Hann á að baki 1190 sigurleiki á ferlinum og er því einn reyndasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×