Innlent

Náði mynd af slysinu á farsíma

Rannsóknarmenn hafa fundið svarta kassa sem voru í rússnesku farþegaflugvélinni sem hrapaði í Úkraínu í gær. Hundrað og sextíu farþegar og tíu manna áhöfn fórust með vélinni. AP-fréttastofunni hefur borist upptaka af slysinu sem vitni tók á farsíma sinn. Þar má sjá hvar vélin hrapar og mikill reykur stígur upp frá slysstaðnum.

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Úkraínu vegna slyssins. Flestir þeirra sem létust voru Rússar á leið heim frá sumardvalarstað við Svartahafið, þeirra á meðal þrjátínu og níu börn. Talið er að flugvélin hafi lent í mikilli ókyrrð í lofti með þeim afleiðingum að hún hafi misst flugið og hrapað til jarðar úr fullri flughæð, þrjátíu og fimm þúsund fetum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×