Réttarhöld yfir Saddam Hussein hafin að nýju 21. ágúst 2006 09:13 Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans. Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, neitaði í dag að tjá sig um ákæruatriði saksóknara en ný réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Að þessu sinni er réttað yfir Saddam og sjö samverkamönnum hans vegna stríðsglæpa, þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyni á árunum 1987-88 þegar sókn ríkisstjórnarinnar í Bagdad gegn Kúrdum, svonefnd Anfal-herferð, stóð yfir. Talið er að um 100.000 manns hafi látið lífið í þessum óhugnanlegu hreinsunum sem Saddam er sagður hafa fyrirskipað til að refsa Kúrdum fyrir að styðja Írana í fyrsta Persaflóastríðinu. Í nokkrum tilvikum beitti stjórnarherinn eiturgasi en einn sjömenninganna sem hafa verið ákærðir er Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Ekki er þó fjallað um gasárásina á kúrdíska bæinn Halabja í þessum réttarhöldum þar sem 5.500 dóu, sérstakt dómhald verður helgað þeim hildarleik. Í morgun sýndi Saddam dómurunum að vanda lítinn samstarfsvilja, fyrst neitaði hann að segja til nafns og þegar hann var spurður um hvort hann væri sekur eða saklaus sagði hann að þeirri spurningu yrði að svara í nokkurra binda bókaflokk. Kveðinn verður upp dómur úr síðustu réttarhöldum yfir Saddam þann 16. október en þessi nýbyrjuðu réttarhöld munu hafa sinn gang jafnvel þó hann verði dæmdur til dauða. Von er á fleiri réttarhöldum að þessum loknum enda var ákveðið áður en byrjað var að rétta yfir Saddam, að sérstök réttarhöld yrðu haldin fyrir hvern og einn þátt í blóðugri forsetatíð hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira