Töldu sig ekki mega versla á frísvæði Keflavíkurflugvallar 15. ágúst 2006 12:30 MYND/AP Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur en svo er þó ekki. Að sögn Elínar Árnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Flugstöðvarinnar, hafa allar vörur á fríðsvæðinu verið vopna- og sprengjuskoðaðar og geta farþegar því keypt þær að vild og haft með sér út í vélarnar og farþegar til Bandaríkjanna fá vörurnar ekki afhentar fyrr en við útgang í vélarnar. Breytingarnar í Leifsstöð þýða líka að farþegar á leið til útlanda þurfa að vakna heilli klukkustundu fyrr á nóttunni til að verða við þeim tilmælum löggæslunnar á flugvellinum að mæta að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir flug í flugstöðina, vegna ítarlegrar vopnaleitar. Kynnnisferðir, sem reka flugvallarrúturnar, búast við að aðalálagið, sem hefur verið með rútunum klukkan 5.15 og 5.30 færist nú framar í nóttina eða nær miðnættinu. Þá þurfa morgunverðarborð á hótelum að vera tilbúin fyrr en ella. Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðslu á yfirvigt kemur. Þetta er gert vegna takmarkana á handfarangri sem stafa af hertum öryggisaðgerðum. Breytingarnar vekja upp spurninguna um hvort Icelandair muni hugsanlega seinka morgunbrottför flestra Evrópuvélanna til að farþegar fái meiri kvíld á hótelum. Eftir því sem NFS kemst næst mun það ekki vera til skoðunar, þar sem félagið á fasta afgreiðslutíma á flugvöllum víða um heim sem erfitt yrði að breyta. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Hertar öryggisreglur á Keflavíkurflugvelli hafa áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Til dæmis þorðu margir brottfararfarþegar ekki að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur en svo er þó ekki. Að sögn Elínar Árnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Flugstöðvarinnar, hafa allar vörur á fríðsvæðinu verið vopna- og sprengjuskoðaðar og geta farþegar því keypt þær að vild og haft með sér út í vélarnar og farþegar til Bandaríkjanna fá vörurnar ekki afhentar fyrr en við útgang í vélarnar. Breytingarnar í Leifsstöð þýða líka að farþegar á leið til útlanda þurfa að vakna heilli klukkustundu fyrr á nóttunni til að verða við þeim tilmælum löggæslunnar á flugvellinum að mæta að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir flug í flugstöðina, vegna ítarlegrar vopnaleitar. Kynnnisferðir, sem reka flugvallarrúturnar, búast við að aðalálagið, sem hefur verið með rútunum klukkan 5.15 og 5.30 færist nú framar í nóttina eða nær miðnættinu. Þá þurfa morgunverðarborð á hótelum að vera tilbúin fyrr en ella. Icelandair hefur ákveðið að heimila fólki að bæta þremur kílóum við farangur sinn, sem fer í lest flugvélanna, þannig að heildarþyngd verði 23 kíló, áður en til greiðslu á yfirvigt kemur. Þetta er gert vegna takmarkana á handfarangri sem stafa af hertum öryggisaðgerðum. Breytingarnar vekja upp spurninguna um hvort Icelandair muni hugsanlega seinka morgunbrottför flestra Evrópuvélanna til að farþegar fái meiri kvíld á hótelum. Eftir því sem NFS kemst næst mun það ekki vera til skoðunar, þar sem félagið á fasta afgreiðslutíma á flugvöllum víða um heim sem erfitt yrði að breyta.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira