11 torfærustólar teknir í notkun 14. ágúst 2006 17:30 Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF, segir þetta ekki eiga að vera svona erfitt. Þingmenn og aðrir sem völd hafa þurfi að sameinast um að greiða fyrir ýmsum málefnum fatlaðra. Stólar sem þessir séu skilgreindir sem aukatæki þrátt fyrir að mörgum finnist það nauðsynlegt að fatlaðir komist út í náttúruna. Torfærustólar eru ekki ætlaðir til keppni í moldarflagi eins og nafnið bendir til heldur til notkunar á þeim stöðum sem venjulegir hjólastólar komast ekki. Stólarnir komast yfir sand og möl og gera fötluðum þannig kleift að fara ótroðnar slóðir. Einn torfærustóll hefur verið hér á landi síðasta árið en nú bætast ellefu við. Þessi fjöldi var keyptur fyrir ágóða af söfnunarátaki þáttarins Ísland í bítið og Bylgjunnar í júní í fyrra. Anna Karólína segir þetta dæmi um hversu mikið sé hægt að gera þegar fjölmiðlar vilji aðstoða. Samtökin hafi staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum í gegnum tíðina og það hafi kostað baráttu að flytja eitt tæki inn á ári og nú fái þau ellefu stóla á einu bretti. Þetta sé gríðarlega mikilvægt og samtökin séu afar þakklát. Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra tekur í notkun 11 torfæruhjólastóla á morgun, en þeir hafa staðið óhreyfðir í átta mánuði vegna deilna sambandsins við tollayfirvöld hér á landi. Stólarnir komu til landsins í janúar. ÍF sótti um niðurfellingu aðflutningsgjalda en var hafnað. Málið var kært og var niðurfelling gjalda staðfest nú í júlí. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF, segir þetta ekki eiga að vera svona erfitt. Þingmenn og aðrir sem völd hafa þurfi að sameinast um að greiða fyrir ýmsum málefnum fatlaðra. Stólar sem þessir séu skilgreindir sem aukatæki þrátt fyrir að mörgum finnist það nauðsynlegt að fatlaðir komist út í náttúruna. Torfærustólar eru ekki ætlaðir til keppni í moldarflagi eins og nafnið bendir til heldur til notkunar á þeim stöðum sem venjulegir hjólastólar komast ekki. Stólarnir komast yfir sand og möl og gera fötluðum þannig kleift að fara ótroðnar slóðir. Einn torfærustóll hefur verið hér á landi síðasta árið en nú bætast ellefu við. Þessi fjöldi var keyptur fyrir ágóða af söfnunarátaki þáttarins Ísland í bítið og Bylgjunnar í júní í fyrra. Anna Karólína segir þetta dæmi um hversu mikið sé hægt að gera þegar fjölmiðlar vilji aðstoða. Samtökin hafi staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum í gegnum tíðina og það hafi kostað baráttu að flytja eitt tæki inn á ári og nú fái þau ellefu stóla á einu bretti. Þetta sé gríðarlega mikilvægt og samtökin séu afar þakklát.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira