Erlent

Samkomulag í sjónmáli

David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Fouad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, á fundi í Beirút í morgun.
David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Fouad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, á fundi í Beirút í morgun. MYND/AP

Líklegt er talið að samkomulag náist á næstu klukkustundum milli Líbana og Bandaríkjamanna um orðalag ályktunar sem miðar að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah skæruliða í Suður-Líbanon. Endanleg drög verða svo lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem greidd verða atkvæði um þau.

Fouad Saniora hefur í dag átt fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandríkjanna, í Beirút og rætt þar ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna sem Líbanar hafa hingað til ekki verið alls kostar sáttir við.

John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjamanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afar líklegt að stutt í að samkomulag náist og stefnt að atkvæðagreiðslu í ráðinu síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×