Vopnahlé óþarft 29. júlí 2006 19:01 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili. Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fagnaði í dag vopnahléstillögum stjórnvalda í Líbanon. Hisbolla-samtökin styðja tillögurnar en Ísraelar segja að vopnahlé sé óþarft því að þeir muni leyfa flutning hjálpargagna á átakasvæðin. Loftárásir Ísraela héldu áfram í dag og á sama tíma rigndi eldflaugum hisbolla-skæruliða yfir norðurhluta Ísraels. Líkistusmiðir í hafnarborginni Tyrus í Líbanon hafa nóg að gera. Líkamsleifar tuga manna sem hafa látist í loftárásum Ísraela hafa verið að berast til borgarinnar, og í dag voru þær settar í kistur, merktar og jarðaðar í fjöldagröfum. Hinum megin við landamærin bíða ísraelskir hermenn fyrirmæla. Harðir bardagar hafa átt sér stað milli Ísraelshers og hisbollaskæruliða í þorpum nálægt landamærunum undanfarna daga. Hörðustu átökin hafa verið í þessu þorpi, Bint Jbail. Í dag hörfuðu ísraelskir hermenn og yfirgáfu þorpið. Átökin hafa staðið í átján daga og það að hisbolla skæruliðar skuli enn standast linnulaus áhlaup og loftárásir Ísraela hefur haft veruleg áhrif á almenningsálitið í arabaheiminum. Upphaflega voru hisbolla menn ákaft gagnrýndir fyrir að hefja tilgangslausar blóðsúthellingar, en eftir því sem tíminn líður virðist stuðningur við samtökin aukast og gagnrýni magnast á Ísrael og Bandaríkin. Condoleeza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í dag til Ísraels, en hún kann að eiga erfitt uppdráttar í arabaheiminum eftir ummæli sín nýlega um að átökin í Líbanon séu fæðingarhríðir nýrra Mið-Austurlanda. Jafnvel stuðningur Bandaríkjanna við hjálparstarf í Líbanon hjálpar ekki til. Í þorpunum við landamærin í suðurhluta Líbanons er ástandið hrikalegt og versnar dag frá degi. Þetta fólk býr við stöðugar fallbyssuárásir. Það vantar mat, einkum fyrir börnin. Fólk reynir að komast burt, en aðeins þeir heppnu og efnuðu komast af átakasvæðinu. Nú síðdegis bárust fréttir um að sjö manns hefðu látist í loftárás á hús á þessu svæði - kona og sex börn. Ísraelsmenn segja að hisbolla hafi hingað til skotið sautján hundruð eldflaugum á Ísrael - og að skæruliðarnir hafi jafnvel bækistöðvar í spítölum. Nasralla leiðtogi Hisbolla hét því í dag að árásirnar á Ísrael myndu halda áfram og að eldflaugar hisbolla myndu smám saman ná lengra inn í Ísrael. Á meðan reynir Rauði krossinn að dreifa matvælum í suðurhluta Líbanons, en starfsmenn hans segja að margir staðir verði útundan, enda falli sprengjur með reglulegu millibili.
Erlent Fréttir Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira