Sport

Theo Walcott meiddur

Theo Walcott er meiddur og eykur enn á framherjavandræði enska landsliðsins
Theo Walcott er meiddur og eykur enn á framherjavandræði enska landsliðsins NordicPhotos/GettyImages

Táningurinn Theo Walcott hefur ekki geta æft með enska landsliðinu undanfarna daga vegna meiðsla og því er að verða fátt um fína drætti í framlínu enska landsliðsins. Michael Owen lék aðeins rúmar 50 mínútur í fyrsta leiknum og Wayne Rooney er enn meiddur eins og flestir vita. Peter Crouch er því í raun eini brúklegi framherji enska liðsins sem stendur og ekki laust við að menn setji spurningarmerki við val Sven-Göran Eriksson á landsliðshópnum.

Walcott er meiddur á kálfa, en forráðamenn enska liðsins fullyrða að hann geti verið í leikmannahópnum gegn Trinidad á fimmtudag. Þá hefur Eriksson verið gagnrýndur fyrir að þora ekki að tefla táningnum fram í leiknum gegn Paragvæ á dögunum, úr því hann var að velja hann í hóp sinn í stað þess að taka með reyndari mann.

"Það er of mikið álag sem fylgir opnunarleiknum á HM og það hefði ekki verið rétt af mér að láta hann í liðið þá, en ég viðurkenni að mér datt í hug að prófa það," sagði Eriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×