Sport

Nauðsynlegt að vinna fyrsta leikinn

Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins sem er að fara spila við Angóla.
Luiz Felipe Scolari, þjálfari portúgalska landsliðsins sem er að fara spila við Angóla. AP

Portúgalar taka á móti Angóla í lokaleik dagsins á HM í Þýskalandi. Þetta er seinni leikur dagsins í D-riðli en Mexíkó vann Íran 3-1 fyrr í dag í sama riðli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Þjálfari Portúgala Luis Felipe Scolari segir nauðsynlegt að liðið vinni fyrsta leikinn en eins og kunnugt er vann brasilíska landsliðið alla sjö leikina undir hans stjórn á HM í Suður-Kóreu og Japan fyrir fjórum árum síðan. Angóla er fyrrum nýlenda Portúgala og því hafa margir lýst þessum leik eins og ef Ísland myndi mæta Dönum í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni HM.

"Við verðum að vera þolinmóðir og passa upp á að halda boltanum innan okkar liðs. Þeir munu örugglega detta aftur á völlinn og treysta á skyndisóknir. Fyrsti leikurinn í keppni sem þessarri er alltaf mjög mikilvægur því með tapi í honum er staðan orðin slæm," sagði Luis Felipe Scolari fyrir leikinn. Undir stjórn hans náði Portúgal 2. sæti á síðasta Evrópumóti og hefur því komið sínum liðum í úrslitaleik á tveimur stórmótum í röð.

Það vekur mesta athygli í byrjunaliðum liðanna að Portúgalinn Deco, sem leikur með Evrópumeisturum Portúgal, er á varamannabekk portúgalska liðsins í leiknum gegn Angóla í dag.

Liðin eru klár:

Angola: Joao Ricardo, Jamba, Kali, Loco, Delgado, Figueiredo, Macanga, Mateus, Mendonca, Ze Kalanga, Akwa.

Varamenn: Lama, Airosa, Lebo-Lebo, Miloy, Mantorras, Edson, Rui Marques, Flavio, Love, Buengo, Mario, Marco.

Portúgal: Ricardo, Meira, Miguel, Nuno Valente, Ricardo Carvalho, Petit, Tiago, Figo, Ronaldo, Pauleta, Simao.

Varamenn: Quim, Paulo Ferreira, Caneira, Ricardo Costa, Costinha, Viana, Boa Morte, Maniche, Nuno Gomes, Paulo Santos, Postiga, Deco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×