Sport

Miami vann í Detroit

Dwayne Wade fór á kostum í leiknum í nótt þrátt fyrir að leika aðeins 27 mínútur vegna villuvandræða
Dwayne Wade fór á kostum í leiknum í nótt þrátt fyrir að leika aðeins 27 mínútur vegna villuvandræða NordicPhotos/GettyImages

Miami gerði sér lítið fyrir og lagði Detroit á útivelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt 91-86. Miami hafði ekki spilað í viku fyrir leik gærkvöldsins, en það var lið Detroit sem var ryðgað í gær og hitti skelfilega. Heimamenn náðu ekki að nýta sér villuvandræði þeirra Shaquille O´Neal og Dwayne Wade og eru greinilega enn í bullandi vandræðum á báðum endum vallarins.

Dwayne Wade fór á kostum í liði Miami, hitti úr 9 af 11 skotum sínum og skoraði 25 stig á aðeins 27 mínútum. Shaquille O´Neal skoraði 12 af 14 stigum sínum í fyrri hálfleik, en miklu munaði um óvænt framlag Gary Payton í sóknarleiknum og skoraði hann 14 stig og hitti vel. Antoine Walker skoraði 17 stig og hirti 7 fráköst.

Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 19 og Tayshaun Prince skoraði 16 stig, en hittni heimamanna var skelfileg í leiknum - aðeins 37% gegn 56% hittni gestanna. Næsti leikur fer fram annað kvöld og verður hann einnig í Detroit. Þessi tvö lið háðu einnig einvígi í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá hafði Detroit betur í oddaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×