90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina 22. maí 2006 17:40 Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni." Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira