Innlent

Elsti frambjóðandinn 92 ára

Vilhjálmur Hjálmarsson sést hér taka við viðurkenningu á Eddu verðlaunahátíðinni.
Vilhjálmur Hjálmarsson sést hér taka við viðurkenningu á Eddu verðlaunahátíðinni. MYND/Heiða

Elsti frambjóðandinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor er 92 ára. Sá er Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra frá Brekku í Mjóafirði. Hann er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í Fjarðabyggð.

Yngsti frambjóðandinn er ný orðinn átján ára og er í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjafjarðasveit. Hann heitir Valgeir Pálsson Krüger.

Meðalaldur frambjóðenda er 43 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×