Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra 5. maí 2006 08:00 MYND/Pjetur Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira