Sport

Kobe Bryant skaut Phoenix upp að vegg

Frammistaða Kobe Bryant á lokasprettinum í gær fer klárlega í sögubækurnar, en þetta var í þriðja sinn sem hann tryggir LA Lakers sigur í leik í úrslitakeppni með skoti um leið og leiktíminn rennur út
Frammistaða Kobe Bryant á lokasprettinum í gær fer klárlega í sögubækurnar, en þetta var í þriðja sinn sem hann tryggir LA Lakers sigur í leik í úrslitakeppni með skoti um leið og leiktíminn rennur út NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant sýndi sannarlega úr hverju hann var gerður í gærkvöldi þegar hann tryggði Los Angeles Lakers 99-98 sigur á Phoenix Suns með ótrúlegri sigurkörfu í framlengingu og nú vantar Lakers aðeins einn sigur til að slá Phoenix út úr keppninni í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bryant var stórkostlegur á lokasprettinum á meðan verðmætasti leikmaður deildarinnar, Steve Nash, gerði afdrifarík mistök sem kostuðu Phoenix sigurinn.



Kobe frábær
Kobe Bryant var stórkostlegur í leiknum í gærnordicphotos/getty images

"Þetta voru bestu skot sem ég hef hitt á ferlinum," sagði Bryant, sem skaut Lakers í framlengingu tæpri sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og kláraði dæmið um leið og lokaflautið gall í framlengingu. "Þetta var dásamleg tilfinning af því við erum að vinna þessa leiki saman sem lið," bætti hann við.

Lamar Odom var stigahæstur í liði Lakers með 25 stig og Kobe Bryant skoraði 24 stig. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 21 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst. Næsti leikur fer fram í Phoenix og þar verður liðið að spýta í lófana og sigra ef það ætlar ekki í sumarfrí strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×