Arenas kláraði Cleveland 1. maí 2006 04:23 Gilbert Arenas skaut Cleveland í kaf í fjórða leikhlutanum með 20 stigum og gerði svo góðlátt grín að LeBron James eftir leikinn NordicPhotos/GettyImages Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig. "Þetta er sýningin hans LeBron James - við erum jú öll bara vitni," sagði Gilbert Arenas og glotti kaldhæðnislega þegar hann var spurður út í frammistöðu sína í leiknum og gerði þar með grín að auglýsingaherferð Nike-íþróttavöruframleiðandans með ofurstjörnuna LeBron James í fararbroddi - en slagorð herferðarinnar er "Við erum öll vitni" og þar er vísað í lóðrétta stefnu LeBron upp á stjörnuhimininn í körfuboltaheiminum. Arenas hitti aðeins úr 1 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum, en var sjóðandi heitur í fjórða leikhlutanum og maðurinn á bak við sigur Washington, sem hefði verið komið í vond mál ef leikurinn í gær hefði tapast. Antawn Jamison skoraði 22 stig og Caron Butler skoraði 21 stig. James hissa á dómurunumJames var steinhissa á dómgæslunni í gærkvöldnordicphotos/getty imagesLeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland með flestum stigum í sögu félagsins í einum fjórðung og einum hálfleik. Hann skoraði 26 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik og skoraði 7 þriggja stiga körfur í leiknum. Hann tapaði engu að síður 7 boltum og þar af voru 4 sóknarvillur dæmdar á hann."Ég veit ekki hvað þeir eru að reyna að gera eiginlega," sagði James forviða eftir leikinn. "Það voru dæmdar fleiri sóknarvillur á mig í þessum eina leik en alla deildarkeppnina. Kannski eru þeir að reyna að draga úr mér tennurnar og neyða mig til að skjóta bara utan af velli," sagði James hissa. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Gilbert Arenas skoraði 20 af 34 stigum sínum í fjórða leikhlutanum í gærkvöldi þegar lið hans Washington jafnaði metin gegn Cleveland í 2-2 með góðum 106-96 sigri í fjórða leik liðanna sem sýndur var í beinni útsendingu á NBA TV. LeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland í fyrri hálfleik, en þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að skora 38 stig. "Þetta er sýningin hans LeBron James - við erum jú öll bara vitni," sagði Gilbert Arenas og glotti kaldhæðnislega þegar hann var spurður út í frammistöðu sína í leiknum og gerði þar með grín að auglýsingaherferð Nike-íþróttavöruframleiðandans með ofurstjörnuna LeBron James í fararbroddi - en slagorð herferðarinnar er "Við erum öll vitni" og þar er vísað í lóðrétta stefnu LeBron upp á stjörnuhimininn í körfuboltaheiminum. Arenas hitti aðeins úr 1 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum, en var sjóðandi heitur í fjórða leikhlutanum og maðurinn á bak við sigur Washington, sem hefði verið komið í vond mál ef leikurinn í gær hefði tapast. Antawn Jamison skoraði 22 stig og Caron Butler skoraði 21 stig. James hissa á dómurunumJames var steinhissa á dómgæslunni í gærkvöldnordicphotos/getty imagesLeBron James endurskrifaði metabækurnar hjá Cleveland með flestum stigum í sögu félagsins í einum fjórðung og einum hálfleik. Hann skoraði 26 af 38 stigum sínum í fyrri hálfleik og skoraði 7 þriggja stiga körfur í leiknum. Hann tapaði engu að síður 7 boltum og þar af voru 4 sóknarvillur dæmdar á hann."Ég veit ekki hvað þeir eru að reyna að gera eiginlega," sagði James forviða eftir leikinn. "Það voru dæmdar fleiri sóknarvillur á mig í þessum eina leik en alla deildarkeppnina. Kannski eru þeir að reyna að draga úr mér tennurnar og neyða mig til að skjóta bara utan af velli," sagði James hissa.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira