Vilja að hækkanir taki strax gildi 25. apríl 2006 23:37 Hrafnista í Reykjavík MYND/Vísir Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Eftir að það slitnaði upp úr samningafundi tilkynnti stjórn samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ákveðið hefði verið að hækka laun starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til jafns við laun starfsfólks Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum. Heimilin sem um ræðir eru Ás, Eir, Grund, Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð, Víðines og Vífilstaðir. Tveir þriðju hlutar hækkunarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. maí næst komandi, fjögra prósenta hækkun kemur svo til framkvæmda 1. september og laun verða að fullu sambærileg þann 1. janúar 2007. Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar fyrirtækjanna, segir að þeir hefðu viljað sjá hækkanirnar eiga sér stað yfir lengri tíma en raunin varð. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsfólksins, segir þau ósátt við hvernig staðið hafi verið að málum. Eðlilegt hefði verið að ná samkomulagi við hópinn. Kristján segir það hafa verið fyrsta kostinn en þar sem þeir litu svo á að samkomulag myndi ekki nást tóku þeir næst besta kostinn. Álfheiður segir starfsfólkið ósátt við að hækkanirnar taki ekki strax gildi og það að ákvörðunin hafi verið einhliða erfiði allt eftirlit með launahækkununum. Hún segir næstu skref óljós en starfsfólkið fundi á fimmtudaginn og þá verði ákvarðanir teknar. Efling stéttarfélag hefur sent frá sér áskorun til samninganefndar fyrirtækjanna um að endurskoða afstöðuna til tímasetninganna sem ágreiningur er um. Jafnframt skorar félagið á ráðherra fjármála- og heilbrigðismála að höggva þegar í stað á þennan hnút í deilunni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ákváðu að hækka laun ófaglærðs starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir að það slitnaði upp úr viðræðum þeirra í dag. Talsmaður starfsmannanna segir þessa einhliða ákvörðun ekki eðlilega starfshætti og segir að hækkunin hefði strax átt að taka gildi. Eftir að það slitnaði upp úr samningafundi tilkynnti stjórn samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ákveðið hefði verið að hækka laun starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum til jafns við laun starfsfólks Reykjavíkurborgar í sambærilegum störfum. Heimilin sem um ræðir eru Ás, Eir, Grund, Hrafnista í Reykjavík og í Hafnarfirði, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún, Sunnuhlíð, Víðines og Vífilstaðir. Tveir þriðju hlutar hækkunarinnar koma til framkvæmda frá og með 1. maí næst komandi, fjögra prósenta hækkun kemur svo til framkvæmda 1. september og laun verða að fullu sambærileg þann 1. janúar 2007. Kristján Sigurðsson, formaður samninganefndar fyrirtækjanna, segir að þeir hefðu viljað sjá hækkanirnar eiga sér stað yfir lengri tíma en raunin varð. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður starfsfólksins, segir þau ósátt við hvernig staðið hafi verið að málum. Eðlilegt hefði verið að ná samkomulagi við hópinn. Kristján segir það hafa verið fyrsta kostinn en þar sem þeir litu svo á að samkomulag myndi ekki nást tóku þeir næst besta kostinn. Álfheiður segir starfsfólkið ósátt við að hækkanirnar taki ekki strax gildi og það að ákvörðunin hafi verið einhliða erfiði allt eftirlit með launahækkununum. Hún segir næstu skref óljós en starfsfólkið fundi á fimmtudaginn og þá verði ákvarðanir teknar. Efling stéttarfélag hefur sent frá sér áskorun til samninganefndar fyrirtækjanna um að endurskoða afstöðuna til tímasetninganna sem ágreiningur er um. Jafnframt skorar félagið á ráðherra fjármála- og heilbrigðismála að höggva þegar í stað á þennan hnút í deilunni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira