Innlent

Borgarstjórn fellir tillögu Ólafs

Borgarstjórn Reykjavíkur felldi á fundi sínum í dag tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista, um að horfið yrði frá brottflutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni með 14 atkvæðum allra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og R-lista, gegn atvæði Ólafs. Nafnakall var viðhaft við atkvæðagreiðsluna að ósk Ólafs. Í tillögu F-lista, Frjálslyndra og óháðra, kemur meðal annars fram að listinn telji engar flugtæknilegar og kostnaðarlegar raunhæfar hugmyndir um annan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu en í Vatnsmýrinni hafi komið fram. Þá segir einnig að með brottflutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur myndi stór hluti innanlandsflugsins leggjast niður og núverandi flugumferð færast út á vanbúna þjóðvegi landsins með stóraukinni slysatíðni og missi mannslífa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×