Erlent

Al-Maliki í stað al-Jaafari

Jawad al-Maliki.
Jawad al-Maliki. MYND/AP

Vonast er til að höggvið hafi verið á hnútinn í stjórnarmynduninni í Írak eftir að tilkynnt var um að Jawad al-Maliki, yrði forsætisráðherraefni fylkingar sjía, í stað Ibrahims al-Jaafari, núverandi forsætisráðherra.

Al-Maliki er einn af oddvitum Dawa-flokksins sem er sá stærsti í kosningabandalaginu en hann skipa heittrúaðir sjíar. Þingkosningar fóru fram í Írak í desember en síðan þá hefur hvorki gengið né rekið í stjórnarmynduninni. Óánægja súnnía og Kúrda með al-Jaafari hefur hingað til verið einn stærsti ásteytingarsteinninn en nú hefur honum verið rutt úr vegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×