Stefna á meirihluta í bæjarstjórn 19. apríl 2006 19:00 Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Sjálfstæðismenn á Akranesi vonast til að ná meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skipti í meira en 60 ár. Til að auka möguleika sína á því hafa þeir fengið fyrrum þingmann Samfylkingarinnar til að vera bæjarstjóraefni sitt. Gísli S. Einarsson hefur setið hvort tveggja í bæjarstjórn Akraness og á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna. Hann segist hafa tekið boði Sjálfstæðismanna um að vera bæjarstjóraefni flokksins þar sem félagslegar áherslur hans og flokksins séu svipaðar, einkum þegar kemur að uppbyggingu í málefnum aldraðra. Hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni en hyggst ekki ganga í Sjálfstæðisflokkurinn heldur vera óflokksbundinn bæjarstjóri ef af verður. En var ekki erfitt að segja skilið við gamla félaga? "Það er nú svo að þegar mann vantar skiprúm og vill róa og ekki gefur báturinn þá tekur maður því skiprúmi sem býðst. Ég tala nú ekki um ef maður getur haft áhrif á hvað aflast," segir Gísli. Það kom Samfylkingarfólki á óvart þegar spurðist út að Gísli yrði bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna. En óttast menn að hann taki fylgi frá Samfylkingunni? "Gísli er vinsæll og hann hefur unnið vel fyrir Samfylkinguna. Þannig að það verður bara að koma í ljós hvort hann tekur fylgi frá Samfylkingunni eða ekki," segir Hrönn Ríkharðsdóttir, sem skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar en telur málefnastöðu Samfylkingarinnar það sterka að flokkurinn haldi sínu. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft meirihluta í bæjarstjórn Akraness síðan hún var kosin fyrst fyrir meira en 60 árum. "Stefnan hjá okkur er að vinna meirihluta í þessum kosningum í maí og geta þá stjórnað með Gísla sem bæjarstjóra," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðismanna.
Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira