Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tapa fylgi á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Mynd/KK

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi, mælast með 36,5% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu. Vinstri - grænir og Samfylkingin bæta við fylgi sitt, Samfylkingin fer úr tæpum 14% í 22% og Vinstri - grænir úr tæpum 8% í 18%. Könnunin vara gerð dagana 10.-12. apríl síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×