Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings 27. mars 2006 14:10 MYND/Vilhelm Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira