Yfirtökutilboð Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group 24. mars 2006 10:41 M ynd/Pjetur Sigurðsson Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið. Daybreak á, eða hefur fengið skuldbindandi samþykki frá eigendum 20,3 prósent alls útgefins hlutafjár í Wyndeham, um að þeir muni taka yfirtökutilboði Daybreak, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Landsbankinn og Teather & Greenwood hafa umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Daybreak Acquisitions Limited, dótturfélags Dagsbrúnar hf. „Tilboðið í Wyndeham er jákvætt skref fyrir Dagsbrún af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er Wyndeham góð fjárfesting í ljósi langrar sögu af arðsemi og vexti. Fyrirtækið hefur leiðandi stöðu á markaði meðal annars vegna góðra viðskiptatengsla við meirihluta tímaritaútgefanda í Bretlandi. Í öðru lagi fellur Wyndeham mjög vel að starfsemi Dagsbrúnar og munu kaupin færa Dagsbrún ýmsan ávinning, meðal annars áhættudreifing sem felur í sér að hluti af tekjum Dagsbrúnar mun nú koma erlendis frá. Í þriðja lagi, munu kaupin veita okkur sterka fótfestu í Bretlandi, þar sem við munum geta þróað enn frekar starfsemi félagsins," segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar. „Yfirtökutilboðið endurspeglar sanngjarnt verð fyrir hluthafa og veitir þeim tækifæri til að uppskera hærra verð en það sem fengist hefur í viðskiptum með bréf í Wyndeham á markaði á tímum sífelldra breytinga í atvinnugreininni. Ég og stjórnendur Wyndeham teljum að sem hluti af Dagsbrún muni Wyndeham njóta aukins stöðugleika og aðgangs að fjármagni og þekkingu sem mun gera félaginu kleift að efla vöxt og frekari framþróun til hagsbóta fyrir starfsmenn, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila," er haft eftir Bryan Bedson, stjórnarformanni Wyndeham, í sömu tilkynningu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið. Daybreak á, eða hefur fengið skuldbindandi samþykki frá eigendum 20,3 prósent alls útgefins hlutafjár í Wyndeham, um að þeir muni taka yfirtökutilboði Daybreak, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Landsbankinn og Teather & Greenwood hafa umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Daybreak Acquisitions Limited, dótturfélags Dagsbrúnar hf. „Tilboðið í Wyndeham er jákvætt skref fyrir Dagsbrún af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er Wyndeham góð fjárfesting í ljósi langrar sögu af arðsemi og vexti. Fyrirtækið hefur leiðandi stöðu á markaði meðal annars vegna góðra viðskiptatengsla við meirihluta tímaritaútgefanda í Bretlandi. Í öðru lagi fellur Wyndeham mjög vel að starfsemi Dagsbrúnar og munu kaupin færa Dagsbrún ýmsan ávinning, meðal annars áhættudreifing sem felur í sér að hluti af tekjum Dagsbrúnar mun nú koma erlendis frá. Í þriðja lagi, munu kaupin veita okkur sterka fótfestu í Bretlandi, þar sem við munum geta þróað enn frekar starfsemi félagsins," segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar. „Yfirtökutilboðið endurspeglar sanngjarnt verð fyrir hluthafa og veitir þeim tækifæri til að uppskera hærra verð en það sem fengist hefur í viðskiptum með bréf í Wyndeham á markaði á tímum sífelldra breytinga í atvinnugreininni. Ég og stjórnendur Wyndeham teljum að sem hluti af Dagsbrún muni Wyndeham njóta aukins stöðugleika og aðgangs að fjármagni og þekkingu sem mun gera félaginu kleift að efla vöxt og frekari framþróun til hagsbóta fyrir starfsmenn, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila," er haft eftir Bryan Bedson, stjórnarformanni Wyndeham, í sömu tilkynningu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira